VII. Réttur til menningar - íslenskur menningararfur í ljósi hnattvæðingar
Málþing í Listaháskóla Íslands, 14. febrúar 2008
Fyrirlesarar ræddu um íslenskan menningararf með áherslu á réttinn til afnota út frá mismunandi sjónarhornum fræða og lista. Álitamál voru rökrædd s.s. höfundaréttur á menningararfi, réttindi og skyldur þegna með tilliti til menningararfsins, áhrif hnattvæðingar og tengsl átaka og menningar í því sambandi. Segja má að átakalínur í heiminum í dag markist að miklu leyti af menningu og sjálfsmynd, ekki síst fyrir tilstilli hnattvæðingar og aukinna náinna samskipta milli fólks af ólíkum uppruna. Listir og menning er brunnur sem leitað er í við sköpun sjálfsmyndar, en réttur einstaklinga til að gera tilkall til menningararfs er ekki alltaf augljós.
Setning málþings
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands
Ávarp
Ingibjörg Sólrún Gísaldóttir, utanríkisráðherra
Höfundaréttur og menningararfur
Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri STEFs
Mishljómar í menningararfsorðræðunni
Ólafur Rastrick, sagnfræðingur
UNESCO og menningarstefna samtakanna
Dr. Sveinn Einarsson, leikstjóri og fyrrum stjórnarmaður UNESCO
Frummyndin, eftirmyndin og eignaréttur hugmynda
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands
Umræður
Sýning í Kubbnum
Nemendur í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands sýndu afrakstur úr námskeiðinu „Íslensk menning er sérstakur hljómur“, sem haldið hefur verið undanfarin ár í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.