Niðurstöður um úthlutun á ESB tollkvóta á landbúnaðarafurðum
Tilkynning
frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um úthlutun á ESB tollkvóta á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið febrúar – desember 2008
Fimmtudaginn 7. febrúar sl. rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópubandalaginu fyrir tímabilið febrúar – desember 2008.
Samtals bárust nítján tilboð í tollkvótann, þar af voru þrjú fyrirtæki sem ekki uppfylltu útboðsreglur varðandi ábyrgðaryfirlýsingu banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags.
Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti á vörulið 0202 samtals 251.000 kg. á meðalverðinu 183 kr./kg. Hæsta boð var 503 kr./kg. en lægsta boð var 9 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg. á meðalverðinu 290 kr./kg.
Fimm tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti á vörulið 0203, samtals 510.000 kg. á meðalverðinu 224 kr./kg. Hæsta boð var 451 kr./kg en lægsta boð var 21 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 200.000 kg. á meðalverðinu 275 kr./kg.
Tíu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, á vörulið 0207, samtals 641.500 kg á meðalverðinu 289 kr./kg. Hæsta boð var 615 kr./kg en lægsta boð var 9 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 200.000 kg á meðalverðinu 401 kr./kg.
Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;...(**) á vörulið ex 0210, samtals 67.650 kg. á meðalverðinu 83 kr./kg. Hæsta boð var 610 kr./kg. en lægsta boð var 5 kr./kg. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 111 kr./kg.
Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 242.300 kg. á meðalverðinu 311 kr./kg. Hæsta boð var 460 kr./kg. en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 80.000 kg. á meðalverðinu 425 kr./kg.
Fimm tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið ex 0406 samtals 40.300 kg. á meðalverðinu 163 kr./kg. Hæsta boð var 360 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 20.000 kg. á meðalverðinu 280 kr./kg.
Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á pylsum og þess háttar vörum úr kjöti.... á vörulið 1601, samtals 73.200 kg. á meðalverðinu 91 kr./kg. Hæsta boð var 505 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 127 kr./kg.
Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti.... á vörulið 1602, samtals 157.600 kg. á meðalverðinu 254 kr./kg. Hæsta boð var 1.010 kr./kg. en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá níu fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 517 kr./kg.
Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:
Kjöt af nautgripum, fryst, 0202
Magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
48.000 |
Aðföng hf |
3.000 |
Innnes ehf |
20.000 |
Kaupás hf. |
20.000 |
Mata ehf |
2.000 |
Sælkeradreifing ehf |
7.000 |
Sælkerinn ehf |
Svínakjöt, fryst, 0203
Magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
40.000 |
Aðföng hf |
5.000 |
Innnes ehf |
30.000 |
Kaupás hf |
115.000 |
Mata ehf |
10.000 |
Norðlenska ehf |
Kjöt af alifuglum, fryst, 0207
Magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
122.500 |
Aðföng hf |
40.000 |
Innnes ehf |
20.000 |
Kaupás hf |
10.000 |
Norðlenska ehf |
6.000 |
Sælkeradreifing ehf |
1.500 |
Zilia ehf |
Kjöt og ætir hlutar af dýrum.. ex 0210
Magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
32.350 |
Aðföng hf |
5.000 |
Innnes ehf |
3.000 |
Jóhann Ólafsson & CO |
6.500 |
Karl K. Karlsson ehf |
150 |
Kísill ehf |
1.000 |
Perlukaup ehf |
1.000 |
Sælkeradreifing ehf |
1.000 |
Sælkerinn ehf |
Ostur og ystingur 0406
Magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
23.000 |
Aðföng hf |
3.000 |
Innnes ehf |
50.000 |
Mjólkursamsalan |
2.000 |
Karl K. Karlsson ehf |
2.000 |
Lyst ehf |
Ostur og ystingur ex 0406
Magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
10.000 |
Aðföng hf |
2.900 |
Innnes ehf |
4.000 |
Kaupás hf |
100 |
Kísill ehf |
3.000 |
Mjólkursamsalan |
Pylsur og þess háttar vörur 1601
Magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
32.533 |
Aðföng hf |
1.267 |
Innnes ehf |
3.000 |
Jóhann Ólafsson & CO |
1.000 |
Karl K. Karlsson ehf |
8.000 |
Kaupás hf |
200 |
Kísill ehf |
1.000 |
Perlukaup ehf |
3.000 |
Sælkeradreifing ehf |
Annað kjöt, hlutar úr dýrum.. 1602
Magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
5.000 |
Aðföng hf |
4.000 |
Ásbjörn Ólafsson ehf |
7.143 |
Innnes ehf |
1.500 |
Íslensk ameríska (Tankurinn ehf) |
2.857 |
Kaupás hf |
8.000 |
Lyst ehf |
10.000 |
Sólstjarnan ehf |
10.000 |
Sælkeradreifing ehf |
1.500 |
Zilia ehf |
Reykjavík, 15. febrúar 2008
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu