Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2008 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður um úthlutun á ESB tollkvóta á landbúnaðarafurðum

Tilkynning

frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um úthlutun á ESB tollkvóta á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið febrúar – desember 2008

 

Fimmtudaginn 7. febrúar sl. rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópubandalaginu fyrir tímabilið febrúar – desember 2008.

Samtals bárust nítján tilboð í tollkvótann, þar af voru þrjú fyrirtæki sem ekki uppfylltu útboðsreglur varðandi ábyrgðaryfirlýsingu banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags.

Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti á vörulið 0202 samtals 251.000 kg. á meðalverðinu 183 kr./kg.  Hæsta boð var 503 kr./kg. en lægsta boð var 9 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg. á meðalverðinu 290 kr./kg.

Fimm tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti á vörulið 0203, samtals 510.000 kg. á meðalverðinu 224 kr./kg.  Hæsta boð var 451 kr./kg en lægsta boð var 21 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 200.000 kg. á meðalverðinu 275 kr./kg.

Tíu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, á vörulið 0207, samtals 641.500 kg á meðalverðinu 289 kr./kg.  Hæsta boð var 615 kr./kg en lægsta boð var 9 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 200.000 kg á meðalverðinu 401 kr./kg.

Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;...(**) á vörulið ex 0210, samtals 67.650 kg. á meðalverðinu 83 kr./kg.  Hæsta boð var 610 kr./kg. en lægsta boð var 5 kr./kg. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 111 kr./kg.

Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 242.300 kg. á meðalverðinu 311 kr./kg.  Hæsta boð var 460 kr./kg. en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 80.000 kg. á meðalverðinu 425 kr./kg.

Fimm tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið ex 0406 samtals 40.300 kg. á meðalverðinu 163 kr./kg.  Hæsta boð var 360 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 20.000 kg. á meðalverðinu 280 kr./kg.

Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á pylsum og þess háttar vörum úr kjöti.... á vörulið 1601, samtals 73.200 kg. á meðalverðinu 91 kr./kg.  Hæsta boð var 505 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 127 kr./kg.

Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti.... á vörulið 1602, samtals 157.600 kg. á meðalverðinu 254 kr./kg.  Hæsta boð var 1.010 kr./kg. en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá níu fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 517 kr./kg.

Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:

Kjöt af nautgripum, fryst, 0202

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

48.000

Aðföng hf

  3.000

Innnes ehf

20.000

Kaupás hf.

20.000

Mata ehf

  2.000

Sælkeradreifing ehf

  7.000

Sælkerinn ehf

 

Svínakjöt, fryst, 0203  

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

  40.000

Aðföng hf

    5.000

Innnes ehf

  30.000

Kaupás hf

115.000

Mata ehf

  10.000

Norðlenska ehf

 

Kjöt af alifuglum, fryst, 0207

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

  122.500

Aðföng hf

    40.000

Innnes ehf

    20.000

Kaupás hf

    10.000

Norðlenska ehf

     6.000

Sælkeradreifing ehf

     1.500

Zilia ehf

 

Kjöt og ætir hlutar af dýrum.. ex 0210 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

  32.350

Aðföng hf

    5.000

Innnes ehf

    3.000

Jóhann Ólafsson & CO

    6.500

Karl K. Karlsson ehf

       150

Kísill ehf

    1.000

Perlukaup ehf

    1.000

Sælkeradreifing ehf

    1.000

Sælkerinn ehf  

 

Ostur og ystingur 0406

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

23.000

Aðföng hf

  3.000

Innnes ehf

50.000

Mjólkursamsalan

  2.000

Karl K. Karlsson ehf

  2.000

Lyst ehf

 

Ostur og ystingur ex 0406

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

10.000

Aðföng hf

   2.900

Innnes ehf

   4.000

Kaupás hf

      100

Kísill ehf

   3.000

Mjólkursamsalan

 

Pylsur og þess háttar vörur 1601

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

 32.533

Aðföng hf

   1.267

Innnes ehf

   3.000

Jóhann Ólafsson & CO

   1.000

Karl K. Karlsson ehf

   8.000

Kaupás hf

      200  

Kísill ehf 

   1.000

Perlukaup ehf

   3.000

Sælkeradreifing ehf

 

Annað kjöt, hlutar úr dýrum.. 1602 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

   5.000

Aðföng hf

   4.000

Ásbjörn Ólafsson ehf

   7.143

Innnes ehf

   1.500

Íslensk ameríska (Tankurinn ehf)

   2.857

Kaupás hf

   8.000

Lyst ehf

 10.000

Sólstjarnan ehf

 10.000

Sælkeradreifing ehf

   1.500

Zilia ehf

 

Reykjavík, 15. febrúar  2008

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta