Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, fundar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, átti fund með starfssystur sinni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í dag. Paet sótti Ísland heim til að vera viðstaddur tónleika þar sem Eistar færa Íslendingum tónverk að gjöf í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá því að Eistland fékk fyrst sjálfstæði. Auk þess hitti ráðherrann íslenska ráðamenn. Á fundi utanríkisráðherranna voru málefni NATO og Evrópska efnahagssvæðisins rædd, auk samstarfs við Eystrasaltsríkin, þróunaraðstoð og netvarnir. Á þessari mynd Árna Sæberg ljósmyndara heilsar Paet starfsmanni ráðuneytisins en Ingibjörg Sólrún fylgist með.