Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2008 Innviðaráðuneytið

Nýr sendiherra Frakklands heimsækir samgönguráðherra

Nýr sendiherra Frakklands á Íslandi, Olivier Mauvisseau, heimsótti Kristján L. Möller samgönguráðherra á skrifstofu ráðuneytisins í dag.

Franski sendiherrann heimsækir samgönguráðherra.
Franski sendiherrann, Olivier Mauvisseau, heimsótti Kristján L. Möller samgönguráðherra.

Sendiherrann og samgönguráðherrann ræddu meðal annars umferðar- og vegamál og til dæmis um einkaframkvæmd í samgöngum, ýmsar hliðar flugmála auk annarra samskipta landanna.

Olivier Mauvisseau sendiherra tók við embættinu skömmu fyrir áramót en hann starfaði um tíma í Osló og lærði þar norsku. Hann hefur margsinnis komið til Íslands, stundað nám í íslensku og náð góðum tökum á málinu en alls talar hann 10 tungumál auk frönskunnar samkvæmt upplýsingum á vef sendiráðsins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta