Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2008 Utanríkisráðuneytið

Ísland eitt 24 herlausra Sþ ríkja

Herlaus ríki Sameinuðu þjóðanna
Herlaus_riki_St

Ísland er eitt 24 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem er herlaust en tvö þessara ríkja, Panama og Kostaríka eiga nú sæti í Öryggisráði SÞ. Í gær var forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, heiðursgestur í móttöku sem Hjálmar W. Hannesson fastafulltrúa Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum hélt fulltrúm herlausra aðildarríkja SÞ. Kom fram í ræðu forsetans að herlaus ríki nálgast ógnir með tilliti til friðar í stað þess að vinna eingöngu út frá hernaðarlegu öryggi. Forsetinn ræddi einnig nýjar öryggisógnir sem stafa af loftslagsbreytingum og áhrif herlausra ríkja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og mikilvægi þess að sjónarmið þeirra fái að heyrast. Ríkin eru: Andorra, Dominíka, Grenada, Haítí, Ísland, Kíribatí, Kostaríka, Liechtenstein, Marshall-eyjar, Máritíus, Míkrónesía, Mónakó, Nárú, Palá, Panama, Páfagarður, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíeyjar, Samóa, San Marínó, Salómonseyjar, Túvalú, og Vanúatú.

Á myndinni situr Léo Mérorès, fastafulltrúi Haítí og forseti efnahags- og félagsmálaráðs SÞ, ECOSOC við hlið forseta Íslands. Í fremri röðinni eru frá vinstri: fulltrúar Panama og Sánkti Lúsíu, fastafulltrúar Máritíusar, Dómíníku, Sólómoneyja og Mónakó, Harald Aspelund, varafastafulltrúi Íslands og Anna Hjartardóttir, sendiráðsritari. Í aftari röð frá vinstri eru Anna Birgis, eiginkona Hjálmars W. Hannessonar, fastafulltrúa Íslands, Hjálmar W. Hannesson, Matthías Geir Pálsson, sendiráðunautur, fastafulltrúi Kostaríku, Andorra, San Marínó, varafastafulltrúi Liechtenstein, Emil Breki Hreggviðsson, sendiráðunautur og eiginkona varafastafulltrúa Liechtenstein.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta