Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2008 Matvælaráðuneytið

Nr. 4/2008 - Loðnuveiðar stöðvaðar

Fréttatilkynning frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

Loðnuveiðar stöðvaðar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að stöðva loðnuveiðar á yfirstandandi vertíð frá kl. 12 á hádegi, fimmtudaginn 21. febrúar 2008. Þetta er gert að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar en á grundvelli mælinga undanfarið er mat á stærð veiðistofns loðnu á bilinu 200-270 þúsund tonn. Stærð stofnsins er því langt undir því sem gildandi aflaregla gerir ráð fyrir að skilið sé eftir til hrygningar.

 

Áhersla er lögð á að veiðisvæði verði vaktað áfram. Það gera veiðiskip til að byrja með og í framhaldinu skip Hafrannsóknastofnunarinnar, enda er ekki útilokað að meiri loðna finnist og veiðar geti hafist að nýju.

 

 

Reykjavík 20. febrúar 2008

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta