Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2008 Innviðaráðuneytið

Nýr formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Kristján L Möller samgönguráðherra hefur skipað Guðmund Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóra í Fjarðabyggð, formann ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fram að næstu sveitarstjórnarkosningum.

Ráðgjafnarnefnd Jöfnunarsjóðs
Guðmundur Bjarnason er hér með Elínu Pálsdóttur, forstöðumanni Jöfnunarsjóðs, sér við hlið og fráfarandi formanni, Herdísi Á. Sæmundardóttur.

Guðmundur tekur við af Herdísi Á. Sæmundardóttur varaþingmanni, sem verið hefur formaður nefndarinnar frá ársbyrjun 2005.

Í ráðgjafarnefndinni eiga jafnframt sæti, samkvæmt tilnefningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hermann Jón Tómasson, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað, Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar í Grundarfjarðarbæ, Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjabæ, og Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar í Blönduóssbæ.

Samgönguráðherra hefur jafnframt skipað Svanfríði I. Jónasdóttur, bæjarstjóra í Dalvíkurbyggð, varaformann nefndarinnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta