Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2008 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Útboð í háhraðanettengingar auglýst

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í uppbyggingu háhraðanettenginga. Ríkiskaup auglýsa útboðið fyrir hönd fjarskiptasjóðs og er frestur til að skila tilboðum til klukkan 11 fyrir hádegi 31. júlí.

Verkefnið felur í sér stuðning vegna viðbótarkostnaðar við uppbyggingu á háhraðanettengingum á skilgreindum stöðum, sem eru lögheimili með heilsársbúsetu og fyrirtæki með starfsemi allt árið þar sem háhraðanettengingar eru hvorki í boði né fyrirhugaðar á markaðslegum forsendum.

Sem fyrr segir er útboðið á vegum fjarskiptasjóðs en hlutverk hans er meðal annars að styðja við uppbyggingu fjarskiptakerfa á svæðum þar sem fjarskiptafyrirtæki hafa ekki treyst sér í uppbyggingu á markaðslegum forsendum. Eitt þeirra verkefna er að sjá um að allir landsmenn hafi aðgang að háhraðatengingu.

Tilboðin verða metin úr frá hraða við uppbygginguna, gagnaflutningshraða auk fjárhæðar. Kynningarfundur er ráðgerður í Reykjavík 11. mars klukkan 13. Útboðsgögn verða til sölu hjá Ríkiskaupum frá miðvikudeginum 27. febrúar næstkomandi.

Ástæðan fyrir löngum útboðstíma er meðal annars sú að fjarskiptafyrirtækin þurfa að meta hvernig best er unnt að koma fyrir tengingum hjá hverju og einu þeirra 1.500 býla sem gert er ráð fyrir að sinnt verði í útboðinu. Tryggja á íbúum á þessum svæðum háhraðanettengingar og tilheyrandi þjónustu allt til ársins 2014 hið minnsta.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta