Sameiginleg yfirlýsing ráðuneytisstóra utanríkis- og varnarmálaráðuneyta Norðurlandanna
Ráðuneytisstjórar utanríkis- og varnarmálaráðuneyta Norðurlandanna funduðu í Stokkhólmi í dag þar sem þróun mála í Afganistan og möguleikar á frekari norrænni samvinnu voru rædd.
Umræðurnar snerust um hvernig hægt væri að styrkja utanríkis-, þróunar- og varnarmálasamstarf, og hvernig Norðurlöndin geti í sameiningu stutt og haft áhrif á stöðugleika, frið og sátt í Afganistan. Lýðræði, réttaröryggi, efnahagslegar umbætur og viðurkenning mannréttinda, þar á meðal staða kvenna og tjáningarfrelsi, eru forgangsmál Norðurlanda. Því skiptir öllu máli að Afganar taki undir þessi mál og geri að sínum. Ræddir voru möguleikar á norrænni samvinnu um uppbyggingu stjórnkerfis og stuðning við frjáls félagasamtök.
- Við erum sammála um að styrkja þurfi hlutverk Sameinuðu þjóðanna. Við teljum einnig að nýta þurfi betur mannafla; borgaralegan og hernaðarlegan, svo og styrkja samvinnu alþjóða öryggissveita ISAF og Afgana. Þau ríki sem hafa yfir herafla að ráða ræddu skilyrði fyrir nánari hernaðarsamvinnu varðandi samgöngur, sjúkraflug, svo og þjóðaréttarlegar spurningar.
Þá var lögð áhersla á að lönd deildu reynslu sinni á alþjóðavísu um borgaralega- og hernaðarlega samvinnu, einkum varðandi nánari samvinnu við enduruppbyggingu (Provincial Reconstruction Team). Möguleikar á sameiginlegum stuðningi við og þjálfun afganska hersins, réttarkerfisins, þar með talda lögreglu, voru ræddir.