Litháar afpláni í Litháen
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hitti Petras Baguska, dómsmálaráðherra Litháens, og Egle Radusyte, aðstoðardómsmálaráðherra Litháens, í sendiráði Íslands í Brussel að morgni 28. febrúar 2008.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hitti Petras Baguska, dómsmálaráðherra Litháens, og Egle Radusyte, aðstoðardómsmálaráðherra Litháens, í sendiráði Íslands í Brussel að morgni 28. febrúar 2008.
Fundurinn var haldinn að ósk Björns Bjarnasonar til að ræða flutning Litháa, sem íslenskir dómstólar hafa dæmt til fangavistar, til afplánunar í ættlandi sínu. Petras Baguska samþykkti, að þessi tilhögun yrði höfð vegna þeirra fanga sem falla undir ákvæði samnings Evrópuráðsins um flutning dæmdra manna frá 1983 og viðauka við hann frá 1997, enda yrði farið að ákvæðum hans.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur nú þegar hafið undirbúning flutnings tveggja Litháa sem eru í afplánun á Litla-Hrauni.