Nýjar reglugerðir um flugmál í farvatninu
Vegna vaxandi umfangs reglugerðar um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands var brugðið á það ráð að skipta reglugerðinni upp í fimm reglugerðir í stað einnar. Um er að ræða fimm reglugerðir er lúta að útgáfu skírteina.
(1) Reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands (40 bls.) (Word - 393KB)
Reglugerðin byggir að mestu á viðauka 1 við Chicago samninginn og tekur til allra tegunda skírteina, einskonar rammareglugerð sem aðrar reglugerðir vísa til. Innleiddar eru allar nýjustu breytingar á viðaukanum og miðast hann nú við júlí 2006. Helstu breytingar sem gerðar eru taka til krafna er varða tungumálafærni sem nú verður sérstök athugasemd í skírteini allra skírteinahafa.
(2) Reglugerð um skírteini flugliða á flugvél (154 bls.) (Word - 322KB)
Reglugerðin byggir á reglum Flugöryggissamtaka Evrópu, JAR-FCL 1, 7. breyting (Amendment 7) útgefin þann 1. desember 2006.
(3) Reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu (145 bls.) (Word - 2MB)
Reglugerðin byggir á reglum Flugöryggissamtaka Evrópu, JAA JAR-FCL 2, 6. breyting (Amendment 6) útgefin 1. febrúar 2007
(4) Reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða (44 bls.) (Word - 1,8MB)
Reglugerðin byggir á reglum Flugöryggissamtaka Evrópu, JAR-FCL 3, 5. breyting (Amendment 5) útgefin þann 1. desember 2006.
(5) Reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra (bls. 22 bls.) (Word 163KB)
Reglugerðin byggir á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/23/EB frá 5. apríl 2006 um bandalagssskírteini fyrir flugumferðarstjóra auk kafla um kröfur til heilbrigðis fyrir 3. flokk heilbrigðisvottorða úr viðauka 1 við Chicago samninginn.
Unnt er að veita umsagnir um reglugerðardrögin til 18. mars n.k. og skal senda þær á netfang samgönguráðuneytisins, [email protected].