Nefnd sem leggur mat á þá áhættu sem nautgripum á Íslandi er búin vegna þeirrar garnaveiki sem er í landinu.
Sú þróun hefur orðið að kúabúum hefur fækkað en jafnframt stækkað þau bú sem í rekstri eru. Uppbygging nýrra búa gerist í stærri áföngum en áður var og þessar breyttu aðstæður kalla á aukinn flutning lifandi gripa milli búa.
Vegna þessa hefur ráðuneytið ákveðið að skipa nefnd sem hafi það verkefni að leggja mat á þá áhættu sem nautgripum á Íslandi er búin vegna þeirrar garnaveiki sem er í landinu. Nefndinni er jafnframt ætlað að gera tillögur um hvaða varnaraðgerðir eru eðlilegar og réttlætanlegar til að hindra útbreiðslu veikinnar. Meðal þeirra atriða sem nefndin þarf að skoða er hvernig þessum málum er háttað í öðrum löndum og leggja mat á líklega útbreiðslu garnaveiki í nautgripum á Íslandi ef öllum takmörkum á flutningi lifandi nautgripa er hætt.
Óskað var tilnefningar fulltrúa í nefndina frá Landssambandi kúabænda, Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Í nefndinni eru:
- Auður Lilja Arnþórsdóttir, sóttvarnadýralæknir, formaður nefndarinnar
- Dr. Eggert Gunnarsson dýralæknir
- Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands