Hoppa yfir valmynd
6. mars 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málþing um reynslu og ávinning kanadískra fyrirtækja af því að hafa fjölbreytni starfsmanna í fyrirrúmi

Efnt er til opins málþings miðvikudaginn 12. mars næstkomandi um reynslu og ávinning kanadískra fyrirtækja af því að hafa fjölbreytni starfsmanna í fyrirrúmi. Tilgangurinn er að benda íslenskum fyrirtækjum, stofnunum og starfsfólki á þau tækifæri er felast í fjölbreytni starfsmanna.

Kanadíska sendiráðið á Íslandi í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið, Háskóla Íslands – Stofnun stjórnsýslufræða, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Alþjóðahúsið efna til opins málþings um reynslu, fjárhagslegan ávinning, nýsköpunarhæfni og árangursrík vinnubrögð kanadískra fyrirtækja af því að hafa fjölbreytni starfsmanna í fyrirrúmi. Enn fremur verða stutt ávörp um reynsluna hérlendis.

Málþingið fer að mestu fram á ensku og verður í Háskólatorgi, neðri hæð, stofu 104, miðvikudaginn 12. mars næstkomandi klukkan 15.15–17.00.

Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Skrá þátttöku á ráðstefnuna á vef stjórnsýslustofnunar Háskóla Íslands:

Tenging frá vef ráðuneytisinshttp://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/fjolbreytni

Skjal fyrir Acrobat ReaderNánari upplýsingar um málþingið (PDF, 22KB)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta