Þórir Hrafnsson ráðinn aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra
Þórir Hrafnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra. Þórir hefur starfað sem markaðsráðgjafi á Íslensku auglýsingastofunni undanfarin ár. Þar áður starfaði hann m.a. hjá Háskólanum í Reykjavík, útgáfufyrirtækinu Fróða og Prentsmiðjunni Odda.
Þórir lauk MBA-prófi frá La Trobe háskólanum í Melbourne árið 2004. Að auki hefur hann BA-próf í íslensku og sögu frá Háskóla Íslands og próf í hagnýtri fjölmiðlafræði frá HÍ.
Þórir er kvæntur Elínu Einarsdóttur og eiga þau fimm börn.