Hoppa yfir valmynd
6. mars 2008 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra ræðir konur, frið og öryggi á fundi kvenleiðtoga

Framkvæmdaáætlun utanríkisráðuneytisns um áætlun 1325
Framkvæmdaáætlun Íslands um framkvæmd ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr 1325

Aðkoma kvenna að friðar og öryggismálum var meginefni kvenleiðtogafundar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sat í Brussel í dag í boði Benitu Ferrero Waldner, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins á sviði utanríkismála. Fundurinn var haldinn í tilefni alþjóðlegs dags kvenna, sem er á laugardag, 8. mars.

Um fimmtíu konur tóku þátt í óformlegum samræðum um hvernig stuðla megi að stöðugleika og friði með þátttöku kvenna. Ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi og hvernig megi bæta framkvæmd hennar var sérstaklega rædd. Í þessu sambandi má nefna starf Friðarráðs kvenna um Palestínu og Ísraels, en tveir fulltrúar þess sóttu Ísland heim í febrúar sl. og sátu fimm félagskonur í ráðinu fundinn í Brussel.

Í innleggi sínu ræddi Ingibjörg Sólrún nýja framkvæmdaáætlun utanríkisráðuneytisins varðandi ályktun 1325. Sagði ráðherra það skipta sköpum að konur taki þátt í friðarferlum í auknum mæli. Reynslan sýndi að konur gæti að verndun kvenna og stúlkna á átakasvæðum og taki til greina sjónarmið kvenna í sömu andrá og því væri áætlunin vonandi gott tæki til að virkja kraft kvenna í þágu friðar.

Á fundinum var einnig rætt um mikilvægi öflugs tengslanets kvenna en fundurinn var gott dæmi um slíkt. Meðal þátttakenda voru þjóðarleiðtogar, ráðherrar og forystukonur hjá frjálsum félagasamtökum og alþjóðastofnunum, þeirra á meðal Tarja Halonen, Finnlandsforseti, Júlía Tímoshenkó, forsætisráðherra Úkraínu, og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Framkvæmdaáætlun utanríkisráðuneytisins um áætlun 1325 er að finna hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta