Hoppa yfir valmynd
7. mars 2008 Utanríkisráðuneytið

Kvenorkan virkjuð í friðargæslu

ISG og friðargæslukonur
Utanríkisráðherra og þriðjungur friðargæslukvenna

Hátt í 60 konur hafa farið á vettvang til lengri tíma á vegum Íslensku friðargæslunnar sl. áratug. Mættu rúmlega tuttugu þeirra í dag til utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, í tilefni alþjóðlegs dags kvenna sem er á morgun, 8. mars, og útgáfu nýrrar framkvæmaáætlunar ráðuneytisins um konur, frið og öryggi.

Íslenskum konum hefur fjölgað jafnt og þétt í friðargæslustörfum. Árið 2004 voru þær í um 14% starfa á vegum friðargæslunnar, í dag eru þær nærri helmingur (45%) friðargæsluliða. Þá eru ekki taldar þær fjölmörgu konur sem starfað hafa við kosningaeftirlit og önnur skemmri verkefni fyrir friðargæsluna erlendis.

Sagði Ingibjörg Sólrún Íslendinga oft halda á lofti nýtingu endurnýjanlegrar orku, einkum jarðorku og vatnsorku. „Slík orka finnst á nokkrum stöðum í heiminum,” sagði hún. „
En kvenorkan er allsstaðar. Hana þurfum við að virkja.”

Alþjóðasamfélagið hefur vaknað til vitundar um það að friður kemst ekki á til frambúðar nema allt samfélagið standi að slíku og öllum séu sköpuð tækifæri til þátttöku. Stóraukin áhersla er nú á þátttöku kvenna af hálfu Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana í alþjóðlegu uppbyggingarstarfi.

Þetta kemur skýrt fram í ályktun Öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi.
Utanríkisráðuneytið hefur gefið út framkvæmdaáætlun um ályktunina, en ályktunin skýrir og skerpir áherslur Íslands á alþjóðavettvangi, í verkefnum friðargæslunnar og í því sem snýr að endurmenntun og þjálfun karla og kvenna sem starfa að þessum málum í utanríkisþjónustunni og friðargæslunni.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta