Þjónustusamningur um hönnunarmiðstöð
Iðnaðarráðuneyti fréttatilkynning Nr 9/2008
Þjónustusamningur um rekstur hönnunarmiðstöðvar var undirritaður í dag af iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra og níu aðildarfélögum að Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. Ráðuneytin leggja alls 20 millj. kr. til rekstur miðstöðvarinnar á ári næstu þrjú ár.
Níu félög hönnuða og arkitekta hafa sameinað krafta sína og stofnað einkahlutafélagið Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. Tilgangur þess er að reka hönnunarmiðstöð sem hafi það hlutverk „að vekja áhuga og auka skilning á mikilvægi góðrar hönnunar og arkitektúrs fyrir menningar- og efnahagslífið svo og þjóðfélagið allt“. Hönnunarmiðstöðin mun m.a. sinna eftirtöldum verkefnum:
Þjónustusamningur um rekstur hönnunarmiðstöðvar var undirritaður í dag af iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra og níu aðildarfélögum að Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. Ráðuneytin leggja alls 20 millj. kr. til rekstur miðstöðvarinnar á ári næstu þrjú ár.
Níu félög hönnuða og arkitekta hafa sameinað krafta sína og stofnað einkahlutafélagið Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. Tilgangur þess er að reka hönnunarmiðstöð sem hafi það hlutverk „að vekja áhuga og auka skilning á mikilvægi góðrar hönnunar og arkitektúrs fyrir menningar- og efnahagslífið svo og þjóðfélagið allt“. Hönnunarmiðstöðin mun m.a. sinna eftirtöldum verkefnum:
- Standa fyrir kynningu á íslenskri hönnun og arkitektúr hér á landi og erlendis m.a. með upplýsingaveitu á vefsíðu bæði á íslensku og ensku, kynningarfundum, ráðstefnum, námskeiðum, útgáfustarfsemi og hvers kyns upplýsingamiðlun.
- Stuðla að og standa fyrir fjölbreyttu sýningahaldi á íslenskri hönnun og arkitektúr, hérlendis og erlendis, m.a. í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands.
- Örva og styðja samstarf milli hönnuða/arkitekta og framleiðenda/framkvæmdaaðila m.a. með verkefnum sem tengja saman fagmenntaða hönnuði og atvinnulíf, þar sem hönnun verður hagnýtt við vöruþróun, nýsköpun og ímyndaruppbyggingu innan fyrirtækja. Leitast verður við að vinna slík verkefni í samstarfi við fyrirtæki og þá opinberu aðila sem við á hverju sinni.
- Efla samstarf hönnuða við menntastofnanir á sviði hönnunar og arkitektúrs.
- Stuðla að samstarfi við hliðstæðar hönnunarmiðstöðvar erlendis.
Á undanförnum árum hefur hvers kyns hönnun vaxið fiskur um hrygg. Framboð á námi á framhaldsskóla- og háskólastigi á án efa stóran þátt í að efla þennan geira og margt ungt fólk hefur sótt sér framhaldsmenntun erlendis. Hönnun og arkitektúr eru vaxandi atvinnugreinar hér á landi sem víða erlendis. Með stuðningi iðnaðarráðuneytis hefur um tæplega þriggja ára skeið verið starfsrækt sérstakt verkefni, Hönnunarvettvangur, til að stuðla að eflingu á íslenskri hönnun og vinna að undirbúningi stofnunar hönnunarmiðstöðvar á Íslandi. Verkefninu lauk um síðustu áramót. Hönnunarmiðstöðin tekur nú við boltanum og nýtur til þess stuðnings ráðuneytanna tveggja.
Reykjavík 7. mars 2008