Fjárhagur lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum
Í ljósi umræðu um fjárhag lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum sendi dóms- og kirkjumálaráðuneytið fjölmiðlum eftirfarandi fréttatilkynningu.
Eftir samþykkt fjárlaga lagði embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum fram rekstraráætlun vegna ársins 2008, þar sem gert er ráð fyrir ríflega 200 milljón króna útgjöldum umfram heimildir fjárlaga. Það skal tekið fram að á fjárlögum ársins 2008 er ekki um að ræða neinn niðurskurð á fjárheimildum embættisins frá fyrri árum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur kallað eftir ítarlegum upplýsingum og útskýringum frá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum vegna þessa. Þangað til þessar upplýsingar liggja fyrir verður starfsemi embættisins óbreytt. Úrlausn mála af þessu tagi er gerð í samvinnu ráðuneytis og viðkomandi stofnunar.