Hoppa yfir valmynd
10. mars 2008 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Danmerkur

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur á morgun tveggja daga opinbera heimsókn til Danmerkur. Mun Ingibjörg Sólrún ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar og hitta Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana. Á meðal þeirra mála sem þau munu ræða eru málefni Norður-Íshafsins, Afganistan, Mið-Austurlanda og loftslagsmál, evrópumál og framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá á ráðherra fundi með utanríkismálanefnd danska þingsins, Helle Thorning-Schmidt, formanni danskra jafnaðarmanna og Bertil Haarder, menntamálaráðherra.

Í tilefni heimsóknar ráðherra stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir ráðstefnu á morgun í Kaupmannahöfn um íslensk efnahagsmál í ljósi alþjóðavæðingar. Flytur Ingibjörg Sólrún framsöguerindi ráðstefnunnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta