Hoppa yfir valmynd
11. mars 2008 Utanríkisráðuneytið

Forseti Alþjóðabankans fundar á Íslandi

Robert B. Zoellick, forseti Alþjóðabankans, kemur til Íslands fimmtudaginn 13. mars, til að funda með ráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn bankans og til viðræðna við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra. Ísland situr í þróunarnefnd Alþjóðabankans í Washington fyrir hönd ríkjanna átta um þessar mundir.

Að fundi loknum er fréttamönnum boðið til blaðamannafundar með utanríkisráðherra og Zoellick.

Alþjóðabankinn er stærsta alþjóðastofnunin á sviði þróunarsamvinnu og hefur málefnavinna á vettvangi bankans hefur verið stórefld á síðustu misserum jafnframt því sem stuðningur við ýmis verkefni á vegum bankans hefur verið aukinn. Á fundinum á fimmtudag verður m.a. fjallað um loftslags- og orkumál, hlutverk einkageirans og framlag kvenna í efnahagsmálum.

Blaðamannafundurinn verður haldinn í Eldborg, Svartsengi kl. 16:00, 13. mars. Fjölmiðlar eru beðnir að staðfesta komu sína eigi síðar en á miðvikudag á netfang: [email protected]



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta