Hoppa yfir valmynd
11. mars 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs ráðinn

Þórður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
Þórður Ólafssson

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur ákveðið að ráða Þórð H. Ólafsson í starf framkvæmdastjóra þjóðgarðsins. Þórður lauk prófi í efna- og rekstrartæknifræði frá tækniháskólanum í Osló árið 1976. Að námi loknu starfaði hann hjá Landsvirkjun til ársins 1984, síðan sem framkvæmdastjóri, fyrst hjá Íslandslaxi hf. og svo Lindalaxi hf., á árunum 1984 til 1990.  Þórður vann sem ráðgjafi hjá Framkvæmdasjóði í tvö ár, þar til hann réðst til umhverfisráðuneytisins 1992, þar sem hann hefur starfað síðan, lengst af sem skrifstofustjóri fjármála og rekstrar.  Frá byrjun árs 2004 þar til í september sl. gegndi hann stöðu sendifulltrúa umhverfisráðuneytisins hjá sendinefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel.  Frá þeim tíma hefur hann verið í leyfi frá störfum í ráðuneytinu, en gegnt tímabundið starfi starfsmanns stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta