Dóms- og kirkjumálaráðherra flutti ræðu við opnun neyðar- og öryggisfjarskiptaráðstefnu
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti í morgun erindi við opnun neyðar- og öryggisfjarskiptaráðstefnu sem haldin er á Hótel Loftleiðum. Tilgangur ráðstefnunnar er að lýsa stöðunni í neyðar- og öryggisfjarskiptum hér á landi eins og hún er um þessar mundir og horfa til framtíðar. Sjá nánar um dagskrá ráðstefnunnar á vef Landsbjargar.
Í erindi sínu fjallaði ráðherra um fjarskipti á landi, sjó og í lofti. Benti hann á þær miklu breytingar sem hafa orðið á þessu sviði er snerta öryggi landsmanna og þeirra sem eru á ferð hér við land, á því eða yfir. Miklar breytingar væru einnig í vændum. Sagði ráðherra m.a. að góð fjarskipti og miðlun upplýsinga væru grundvallarþættir í öllum aðgerðum sem miði að því að tryggja öryggi en ítrekaði að þótt tæknin skipti miklu, og nauðsynlegt væri að nýta hana, kæmi hún aldrei í stað góðra, mannlegra samskipta.
Sjá ræðu ráðherra hér.