Hoppa yfir valmynd
14. mars 2008 Matvælaráðuneytið

Meistaramót íslenskra hesta á ís í Þýskalandi

Meistarmót ísl hestsins í Þyskalandi mars
Meistarmót ísl hestsins í Þyskalandi mars

Meistaramót íslenskra hesta á ís í Þýskalandi

Laugardaginn 8. mars 2008 var flautað til leiks á Ice-Horse mótinu í Berlín þar sem hestar og knapar reyndu með sér á ís. Yfir hundrað þátttakendur frá níu löndum leiddu saman hesta sína að viðstöddum 2.500 áhorfendum. Í upphafi kvölddagskrár riðu keppendur í hóp inn á leikvöllinn með Ólaf Davíðsson sendiherra Íslands í Þýskalandi í broddi fylkingar ásamt meisturunum Jolly Schrenk og Bergþóri Eggertssyni. Ólafur setti svo mótið og flutti gestum kveðju Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mótið fór það fram í blíðskaparveðri á skautaíþróttavelli í miðborg Berlínar. Þetta er í þriðja sinn sem það er haldið í borginni og vakti mikla athygli. Keppendur komu frá Íslandi, Þýskalandi, Luxemborg, Frakklandi, Austurríki, Sviss, Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Þeirra á meðal nokkrir heimsmeistarar.

Meistarmót ísl hestsins í Þyskalandi mars

 Á myndinn eru Jolly Schrenk, Ólafur Davíðsson sendiherra og Bergþór Eggertsson.

 

Ljósmynd: Daniela Kaminski, http://www.fotoagentur-dk.de

 

 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 14. mars 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta