Hoppa yfir valmynd
14. mars 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vistvænn lífsstíll - umhverfissýning

Perlan í Öskjuhlíð
Vistvænn lífsstíll

Umhverfisráðuneytið, Úrvinnslusjóður og SORPA standa fyrir sýningunni Vistvænn lífsstíll í Perlunni 25. og 26. apríl næstkomandi. Þar verður fyrirtækjum, stofnunum og félögum gefinn kostur á að kynna vörur, starf og þjónustu er stuðla að vistvænum lífsstíl almennings. Sýningin á að vekja athygli fólks á þeim fjölmörgu vistvænu vörum og þeirri þjónustu sem nú þegar er hægt að nálgast til að viðhafa vistvænan lífsstíl.

Hér með er óskað eftir fyrirtækjum, félögum og stofnunum sem hafa áhuga á að kynna starfsemi sína á sýningunni.

Umhverfisráðherra mun opna sýninguna á Degi umhverfisins, föstudaginn 25. apríl. Sýningin verður öllum opin og aðgangur ókeypis. Aðstandendur sýningarinnar munu kynna sýninguna eftir fremsta megni með auglýsingum og tilkynningum til fjölmiðla.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna starfsemi sína á sýningunni eru beðnir um að senda tölvupóst þess efnis á [email protected] fyrir 3. apríl. Þar skal m.a. tekið fram hvað viðkomandi aðili hyggst sýna. Í ljósi þess að fjöldi sýningarplássa er takmarkaður munu aðstandendur sýningarinnar velja sýnendur úr hópi umsækjenda. Félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni þurfa ekki að greiða gjald fyrir sýningarpláss en fyrirtæki og stofnanir greiða hóflegt gjald.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Hörður Guðmundsson, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins, í síma 545 8600 eða með tölvupósti, [email protected] 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta