Hoppa yfir valmynd
16. mars 2008 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Drög til umsagnar um fjarskiptamál

Til umsagnar eru breytingar á lögum um fjarskipti og breytingar á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun.

Frumvarp til breytinga á lögum nr. 81/2003 um fjarskipti.

Drög til breytinga á lögum nr. 81/2003 um fjarskipti (PDF)

Helstu nýmæli og breytingar sem ráðgerðar eru með frumvarpinu:

  • Innleiðing reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (EB) nr. 717/2007 frá 27. júní 2007, um reiki á almennum farsímanetum innan Bandalagsins og um breytingar á tilskipun 2002/21/EB, þar sem m.a. er kveðið á um hámarksverð í heild- og smásölu fyrir símtöl í reiki í farsímanetum.
  • Skylda fjarskiptafyrirtækja til að veita innanlandsreiki í almennum farsímanetum samkvæmt 35. gr. laganna fellur brott en ákvæði 28. gr. er fjallar um aðgangskvaðir þykja fullnægjandi í því sambandi.
  • Ákvæði sem heimilar Póst- og fjarskiptastofnun að leggja smásölukvaðir á fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk í kjölfar markaðsgreiningar, ef stofnunin telur að heildsölukvaðir munu ekki skila tilætluðum árangri í að efla samkeppni.
  • Gildissvið ákvæða laganna er fjalla um talsímaþjónustu eru víkkuð út, eftir þörfum, svo þau nái jafnt yfir tal- og farsímaþjónustu í þeim tilgangi að notendur þeirrar þjónustu njóti, eins og kostur er, sömu réttinda og notendur talsímaþjónustu.

Umsagnarfrestur er til 25. mars. Umsagnir berist á póstfang ráðuneytisins [email protected]


Frumvarp til breyting á lögum nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun.

Í frumvarpinu eru lagðar til umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi varðandi endurskoðun ákvarðana Póst- og fjarskiptastofnunar en þær eru kæranlegar til úrskurðarnefndar um fjarskipta- og póstmál.

Drög að frumvarp til breytinga á lögum nr. 69/2003 (PDF)

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Í fyrsta lagi að lagt er til að málsaðili geti valið hvort hann beri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar undir sérstaka úrskurðarnefnd eða beint undir dómstóla. Samkvæmt núgildandi lögum þarf málsaðili að tæma kæruleið innan stjórnsýslunnar áður en til höfðunar dómsmáls getur komið.
  • Í öðru lagi er lagt til að Póst- og fjarskiptastofnun geti skotið úrskurðum úrskurðarnefndar til dómstóla, en sú heimild er ekki fyrir hendi í gildandi lögum.
  • Í þriðja lagi eru lagðar til breytingar á skipun úrskurðarnefndar þannig að skipunartímabil styttist úr fjórum árum í tvö ár og að samgönguráðherra skipi nefndarmenn án sérstakrar tilnefningar Hæstaréttar eins og verið hefur.
  • Í fjórða lagi er gert ráð fyrir að tekið verði upp gjald vegna kæru lögaðila til nefndarinnar. Þá eru að lokum lagðar til breytingar á málsmeðferðartíma og málshöfðunarfrestum. Lagt er til að hámarks málsmeðferðartími fyrir úrskurðarnefnd verði lengdur úr átta vikum í tólf vikur og að málshöfðunarfrestur vegna höfðunar dómsmáls verði styttur úr sex mánuðum í þrjá.

Umsagnarfrestur er til 25. mars. Umsagnir berist á póstfang ráðuneytisins [email protected]





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta