Hoppa yfir valmynd
28. mars 2008 Dómsmálaráðuneytið

Kjöllagning nýs varðskips Landhelgisgæslunnar við hátíðlega athöfn í Chile

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra var í gær viðstaddur kjöllagningu nýs og fullkomins varðskips Landhelgisgæslu Íslands í Asmar-skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile.

Björn Bjarnason flytur ávarp við athöfnina í Asmar-skipasmíðastöðinni.
Björn Bjarnason flytur ávarp við athöfnina í Asmar-skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra var í gær viðstaddur kjöllagningu nýs og fullkomins varðskips Landhelgisgæslu Íslands. Kjöllagningin fór fram við hátíðlega athöfn í Asmar-skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og markaði athöfnin upphafið að eiginlegri smíði skipsins. Skipið verður afhent fullbúið á haustmánuðum 2009 og mun það marka þáttaskil í starfsemi Landhelgisgæslu Íslands.

Í ferðinni hefur Björn m.a. átt fund með José Goñi Carrasco, varnarmálaráðherra Chile. Jafnframt heimsótti hann höfuðstöðvar landhelgisgæslu Chile og kynnti sér þar rafrænt eftirlits-, skráningar- og tilkynningarkerfi gæslunnar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta