Hoppa yfir valmynd
31. mars 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Nýjar áherslur í málefnum aldraðra

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, ávarpaði aðalfund Öldrunarfræðafélags Íslands sem haldinn var 27. mars síðastliðinn. Í ávarpi sínu fjallaði ráðherra um þá stefnumótun sem unnin hefur verið í málefnum aldraðra eftir að málaflokkurinn fluttist til félags- og tryggingamálaráðuneytisins um síðustu áramót og sagði meðal annars:

„Þótt vel takist til að stórefla þjónustu við aldraða í heimahúsum munu ávallt verða einhverjir sem þurfa meiri hjúkrun og umönnun að staðaldri en unnt er að veita á einkaheimilum fólks. Þeirra þörfum þarf að mæta á öðrum forsendum en hingað til og gera hjúkrunarheimili þannig úr garði að þau uppfylli eins og kostur er þær kröfur sem við öll gerum til heimilislegra aðstæðna og réttinum til persónufrelsis og friðhelgi einkalífs.“

Ávarp félags- og tryggingamálaráðherra á aðalfundinum



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta