Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Að gefnu tilefni tekur menntamálaráðuneytið fram eftirfarandi:

Til sveitarstjórna

Samkvæmt ákvæðum laga nr. 86/1998 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, sbr. ákvæði 2. gr. laga nr. 72/1996 um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla, er sveitarstjórnum óheimilt að ráða eða skipa í kennslustöður við grunnskóla aðra en þá sem framvísað geta leyfisbréfi menntamálaráðherra skv. 5. gr. laga nr. 86/1998 eða sem undanþágunefnd grunnskóla eða menntamálaráðherra hefur fallist á að ráðnir verði til kennslustarfa.

Hafi skólastjóri ekki tök á að ráða grunnskólakennara til kennslustarfa er honum heimilt samkvæmt ákvæðum laga nr. 86/1998 að leita eftir samþykki undanþágunefndar grunnskóla til ráðningar starfsmanns til kennslustarfa til bráðabirgða.

Hafi skólastjóri óskað eftir heimild undanþágunefndar til þess að ráða annan en grunnskólakennara til kennslustarfa, skal sá ekki hefja störf fyrr en heimild undanþágunefndar fæst. Ef undanþágunefnd synjar beiðni skólastjóra um undanþágu til ráðningar annars en grunnskólakennara til kennslustarfa er sveitarstjórn óheimilt að ráða viðkomandi til kennslustarfa. Heimilt er þó sbr. lög nr. 86/1998 að vísa synjun undanþágunefndar grunnskóla til menntamálaráðherra til úrskurðar. Málskot til menntamálaráðherra frestar þó ekki réttaráhrifum ákvörðunar undanþágunefndar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta