Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2008

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins liggur nú fyrir. Þar sem uppgjörið nær aðeins til tveggja mánaða er samanburður við fyrra ár háður óvissu vegna tilfærslu greiðslna milli mánaða og á það jafnt við um tekjur og útgjöld. Þetta getur valdið sveiflum í einstaka liðum.

Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri jákvætt um 34,1 ma.kr. innan ársins, sem er 3,9 ma.kr. hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra. Þá er hún hægstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust um 8,2 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan gjöldin hækka um 3,5 ma.kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 31,8 ma.kr. en var neikvæður um 1,6 ma.kr. á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – febrúar 2006-2008

 

 Í milljónum króna

 

2004

2005

2006

2007

2008

Innheimtar tekjur

48 732

60 718

72 244

87 597

95 822

Greidd gjöld

44 897

47 897

47 897

56 895

60 434

Tekjujöfnuður

3 836

12 821

22 277

30 702

35 389

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-

-

-

-

-

Breyting viðskiptahreyfinga

- 121

1 117

1 084

- 570

-1 302

Handbært fé frá rekstri

3 957

13 938

23 361

30 133

34 087

Fjármunahreyfingar

-1 335

4 011

-2 469

-31 733

-2 312

Hreinn lánsfjárjöfnuður

2 622

17 948

20 892

-1 601

31 775

Afborganir lána

-13 878

-11 215

-8 064

-20 583

- 808

   Innanlands

- 22

-2 216

-8 058

-20 583

- 704

   Erlendis

-13 857

-9 000

- 6

-

- 104

Greiðslur til LSR og LH

-1 250

- 500

- 660

- 660

- 660

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-12 506

6 233

12 168

-22 844

30 308

Lántökur

17 571

1 016

1 532

38 519

2 327

   Innanlands

3 218

-3 931

1 532

38 519

2 327

   Erlendis

14 353

4 947

-

-

-

Breyting á handbæru fé

5 064

7 249

13 700

15 676

32 635



 

Innheimtar tekjur á fyrstu tveimur mánuðum ársins námu 96 ma.kr. sem er 9,4% meira en á sama tíma 2007. Þar af námu skatttekjur og tryggingargjöld tæpum 91 ma.kr. á tímabilinu og jukust um 9,9% að nafnvirði milli ára eða 6,5% umfram verðbólgu. Aðrar rekstrartekjur aukast um 9,2% en þær samanstanda einkum af vaxtatekjum og sölu á vöru og þjónustu.

Skattar á tekjur og hagnað námu 44 ma.kr. og jukust um 11,6% milli ára. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga 15,7 ma.kr og jókst um 1,2% að nafnvirði frá fyrra ári. Tekju­skattur lögaðila nam 3,0 ma.kr. og minnkaði um 9,9% milli ára. Skattur af fjármagns­tekjum nam 25,7 ma.kr. en innheimta hans fer að langmestu leyti fram í janúar hvert ár. Tekjur af fjármagnstekjuskatti hafa aukist um 22,8% milli ára. Eignarskattar drógust saman um 2,9% frá fyrra ári og námu 1,7 ma.kr., þar af voru stimpilgjöld 1,3 ma.kr.

Innheimta virðisaukaskatts og annarra veltuskatta er vísbending þróun innlendrar eftirspurnar. Innheimta almennra veltuskatta nam 36,2 ma.kr. á fyrstu tveimur mánuðunum ársins sem samsvarar 2,7 ma.kr. aukningu milli ára, eða 4,8% hækkun að raunvirði. Þegar litið er á 6 mánaða hlaupandi meðaltal nemur raunhækkun veltuskatta 7,6% á ársgrundvelli. Stærsti hluti veltuskattanna er virðisaukaskattur sem nam að meðaltali um 13 ma.kr. á mánuði í janúar og febrúar og jókst um 1,6% að raunvirði frá fyrra ári. Vegna uppgjörs­tímabila og gjalddaga er rétt að líta á summu tveggja mánaða í senn til að sjá þróun heildarinnheimtunnar og er hún jafnan mest í upphafi árs vegna mikillar veltu í desember. Innheimtan var gríðarmikil í ársbyrjun 2007 en tólf mánaða takturinn féll hratt er leið á árið og yfir sumarmánuðina var innheimtan minni að raunvirði en árið áður. Um haustið tók við uppsveifla á ný sem stóð í nokkra mánuði en lauk í nóvember. Raun­breytingin milli ára hefur þannig minnkað úr 16,3% í nóvember í 1,6% í febrúar. Að raunvirði jukust vörugjöld af ökutækjum um 118,8% milli ára og olíugjald stóð óbreytt frá fyrra ári. Vörugjöld af bensíni minnkuðu um 1,6% að raunvirði. Tekjur af áfengis- og tóbaksgjaldi minnkuðu að raunvirði um 5,3%.

Af öðru má nefna að tekjur vegna tolla og aðflutningsgjalda jukust um 48,7% frá sama tíma í fyrra og námu um 1158 m.kr., innheimta tryggingargjalda jókst um 4,9% frá sama tímabili 2007.

Greidd gjöld nema 60,4 ma.kr. og hækka um 3,5 ma.kr. frá fyrra ári eða 6,9%. Milli ára hækka útgjöld mest til heilbrigðismála, um 1,1 ma.kr. eða 9,9% og til menntamála um 1 ma.kr. eða 7,3%. Hlutfallslega hækkar liðurinn óregluleg útgjöld mest eða um 73,8%. Undir þennan flokk falla liðirnir lífeyrisshækkanir og fjármagnstekjuskattur, en sá liður hækkar um tæpar 700 milljónir milli ára. Varnarmál hækka um 65,2% og munar mestu að nú kemur Ratsjárstofnun undir þennan lið. Útgjöldin eru 7,3 ma.kr. innan áætlunar og skýrist rúmur helmingur af því að framkvæmdir í samgöngumálum og annarri fjárfestingu fara hægar af stað en gert hafði verið ráð fyrir.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er jákvæður um 30,3 ma.kr. fyrstu tvo mánuði ársins, en lánsfjárþörfin var 22,8 ma.kr. króna fyrir sama tímabil í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður nam 31,8 ma.kr. og er 5,7 ma.kr. hagstæðari en áætlanir gerðu ráð fyrir.


 

Tekjur ríkissjóðs janúar - febrúar 2006-2008

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2006

2007

2008

 

2006

2007

2008

Skatttekjur og tryggingagjöld

68.547

82.517

90.669

 

19,4

20,4

9,9

Skattar á tekjur og hagnað

33.228

39.781

44.410

 

45,8

19,7

11,6

Tekjuskattur einstaklinga

13.405

15.537

15.718

 

10,9

15,9

1,2

Tekjuskattur lögaðila

5.966

3.280

2.954

 

333,8

-45,0

-9,9

Skattur á fjármagnstekjur

13.856

20.964

25.738

 

48,5

51,3

22,8

Eignarskattar

2.016

1.703

1.655

 

-15,3

-15,5

-2,9

Skattar á vöru og þjónustu

26.973

33.511

36.228

 

1,3

24,2

8,1

Virðisaukaskattur

18.133

24.718

25.898

 

-2,8

36,3

4,8

Vörugjöld af ökutækjum

1.618

1.063

2.472

 

20,9

-34,3

132,5

Vörugjöld af bensíni

1.441

1.331

1.391

 

4,9

-7,7

4,5

Skattar á olíu

1.154

1.320

1.403

 

-10,8

14,4

6,3

Áfengisgjald og tóbaksgjald

1.657

1.764

1.776

 

5,0

6,5

0,7

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

2.971

3.316

3.289

 

24,1

11,6

-0,8

Tollar og aðflutningsgjöld

362

779

1.158

 

-14,8

115,4

48,7

Aðrir skattar

112

170

322

 

8,9

52,0

89,3

Tryggingagjöld

5.857

6.572

6.896

 

15,5

12,2

4,9

Fjárframlög

111

95

-

 

-7,1

-14,7

-100,0

Aðrar tekjur

3.571

4.671

5.100

 

14,3

30,8

9,2

Sala eigna

14

314

53

 

-

-

-

Tekjur alls

72.244

87.597

95.822

 

19,0

21,3

9,4



Gjöld ríkissjóðs janúar – febrúar  2006-2008

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2006

2007

2008

 

2007

2008

Almenn opinber þjónusta

5 255

6 189

7 189

 

17,8

16,2

Þar af vaxtagreiðslur

 597

 917

1 257

 

56,4

37,0

Varnarmál

 150

 105

 173

 

-29,9

65,2

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

2 057

2 522

2 525

 

22,6

0,1

Efnahags- og atvinnumál

5 673

7 288

6 464

 

28,5

-11,3

Umhverfisvernd

 460

 591

 519

 

28,6

-12,2

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

 72

 80

 87

 

9,9

9,5

Heilbrigðismál

12 971

14 261

15 421

 

9,9

8,1

Menningar-, íþrótta- og trúmál

2 619

3 114

3 364

 

18,9

8,0

Menntamál

7 293

7 825

8 921

 

7,3

14,0

Almannatryggingar og velferðarmál

11 368

13 404

13 781

 

17,9

2,8

Óregluleg útgjöld

 984

1 143

1 987

 

16,2

73,8

Gjöld alls

48 902

56 521

60 434

 

15,6

6,9



 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta