Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Hátt eldsneytisverð?

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 3. apríl 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Svo sem kunnugt er hefur heimsmarkaðsverð á olíu hækkað mjög að undanförnu.

Í ljósi umræðna um hátt eldsneytisverð hér á landi er áhugavert að skoða hvernig Ísland stendur í samanburði við nágrannalöndin þegar kemur að eldsneytisverði og hlut skattlagningar í því.

Notkun á olíu er víðast hvar skattlögð umfram aðrar vörur og er þeirri skattlagningu meðal annars ætlað að draga úr notkuninni. Á Norðurlöndunum er skattlagningin töluvert meiri en hér á landi eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan og gildir það bæði um bensín og díselolíu.

Nú skömmu fyrir síðustu mánaðarmót var bensínverðið lægst á Íslandi af þeim fjórum Norðurlöndum sem hér eru sýnd. Raunar var það einungis í Lúxemborg og á Írlandi sem bensín var ódýrara en hér á landi meðal V-Evrópuríkja meðan Hollendingar borga næstum því eins mikið og Norðmenn fyrir bensín. Díselolía var hins vegar ódýrari en hér á landi í nokkrum ríkjum V-Evrópu.

Hlutur íslenskra stjórnvalda er innan við helmingur af endanlegu söluverði bensíns meðan það er nær 60% af söluverðinu á hinum Norðurlöndunum. Hlutfall skattlagningar er nokkru lægra á díselolíu.

Söluverð á eldsneyti í lok mars 2008

95 okt. bensín
Ísland
Noregur
Danmörk
Svíþjóð
Söluverð
151,90
186,99
171,17
157,71
Vörugjald
42,23
62,43
62,29
37,89
CO2 gjald
.
11,98
3,56
30,05
VSK
29,89
37,40
34,23
31,54
Skattar alls
72,12
111,80
100,08
99,48
Verð án allra skatta
79,78
75,18
71,09
58,23
Hlutur stjórnvalda (%)
47,5
59,8
58,5
63,1
Dísilolía
Söluverð
161,90
188,34
170,04
166,70
Vörugjald
41,00
45,21
45,09
16,44
CO2 gjald
.
8,08
3,93
36,99
VSK
39,67
47,08
42,51
41,68
Skattar alls
80,67
100,38
91,53
95,10
Verð án allra skatta
81,23
87,95
78,51
71,60
Hlutur stjórnvalda (%)
49,8
53,3
53,8
57,0

Miklar verð- og gengissveiflur gera verðsamanburð milli landa erfiðan. Þessir útreikningar byggjast á verðupplýsingum frá FÍB um eldsneytisverð hér á landi og er miðað við fulla þjónustu.

Upplýsingar um verð á eldsneyti í Evrópu eru fengnar af vefsíðu vegagerðarinnar í Danmörku. Útreikningar á skattlagningu eldsneytis eru byggðir á upplýsingum frá fjármálaráðuneytum Norðurlandanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta