Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2008 Forsætisráðuneytið

Styrkveitingar Grænlandssjóðs 2008

Úthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr Grænlandssjóði. Sjóðurinn er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 til að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga.
Ráðstöfunarfé sjóðsins nam að þessu sinni 1,1 millj. krónum. Styrkumsóknir voru 12, en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila:

  • Skógrækt ríkisins vegna tilraunasvæðis í skógrækt á Suður-Grænlandi.
  • Eiríksstaði í Haukadal vegna kynnisferðar starfsfólks Eiríksstaða til Grænlands á slóðir Eiríks rauða.
  • Norræna félagið á Siglufirði vegna ferðar til Siglufjarðar og sundnámskeiðs fyrir börn úr vinabænum Arsuk.
  • Institut for Sundhed og Sygepleje vegna námsferðar á vegum hjúkrunarfræðibrautar Háskóla Grænlands til Íslands til að kynni sér hjúkrunarfræðinám HÍ.


                                                                                                               Reykjavík 7. apríl 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta