Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

MND-félagið veitir viðurkenningar vegna aðgengis fatlaðra

Jóhanna Sigurðardóttir merkir verslun við Laugaveg
Jóhanna Sigurðardóttir merkir verslun við Laugaveg

Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, afhenti Franch Michelsen úrsmíðameistara og Gullkúnst Helgu við Laugaveginn fyrstu viðurkenningar MND-félagsins um að aðgengi verslananna væri til fyrirmyndar fyrir hjólastóla.

Viðurkenningin er í formi límmiða sem settur er upp við inngang verslananna þar sem fram kemur að einstaklingar í hjólastólum séu sérstaklega velkomnir.

Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsinsAtburðurinn markar upphaf á sérstöku átaki MND-félagsins til að bæta aðgengi fyrir hjólastóla í fyrirtækjum og stofnunum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta