MND-félagið veitir viðurkenningar vegna aðgengis fatlaðra
Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, afhenti Franch Michelsen úrsmíðameistara og Gullkúnst Helgu við Laugaveginn fyrstu viðurkenningar MND-félagsins um að aðgengi verslananna væri til fyrirmyndar fyrir hjólastóla.
Viðurkenningin er í formi límmiða sem settur er upp við inngang verslananna þar sem fram kemur að einstaklingar í hjólastólum séu sérstaklega velkomnir.
Atburðurinn markar upphaf á sérstöku átaki MND-félagsins til að bæta aðgengi fyrir hjólastóla í fyrirtækjum og stofnunum.