Íslenskum skipum heimilt að veiða 220.262 tonn af norsk-íslenskri síld í ár
Íslenskum skipum heimilt að veiða 220.262 tonn af norsk-íslenskri síld í ár
Gefin hefur verið út reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2008. Á árinu 2008 er íslenskum skipum heimilt að veiða alls 220.262 tonn af síld.
Samhliða hefur verið gefin út reglugerð um heimildir norskra, færeyskra og rússneskra skipa til veiða á norsk-íslenskri síld innan íslenskrar lögsögu á grundvelli tvíhliðasamninga þar um. Þannig er norskum skipum heimilt að veiða 106.732 tonn af síld í íslenskri lögsögu og Rússum heimilt að veiða 6.539 tonn. Veiðarnar eru jafnframt háðar öðrum takmörkunum. Samkomulag eru um gagnkvæmar veiðiheimildir íslenskra og færeyskra skipa í lögsögum landanna tveggja. Þá er íslenskum skipum heimilt að veiða 40.986 lestir af norsk-íslenskri síld innan lögsögu Noregs.
Á meðal veiðiríkjanna er í gildi samkomulag um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum en staða stofnsins er sterk og var, á grunni veiðiráðgjafar Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) heildarafli í ár ákveðinn 1.518.000 tonn.
Reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk- íslenska síldarstofninum.
Reglugerð um heimild færeyskra, norskra og rússneskra skipa til síldveiða við Ísland á árinu 2008.