Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2008 Matvælaráðuneytið

Nr. 18/2008 - Sjávarútvegsráðherra Indónesíu á Íslandi

Freddy Numberi og Einar K. Guðfinnsson
Freddy Numberi og Einar K. Guðfinnsson

Fréttatilkynning frá sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyti

Nr. 18/2008

Sjávarútvegsráðherra Indónesíu á Íslandi

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Freddy Numberi, sjávarútvegsráðherra Indónesíu skrifuðu í morgun undir viljayfirlýsingu milli þjóðanna um samstarf á sviði sjávarútvegs.

Numberi heimsækir íslensk fyrirtæki og stofnanir í dag þar sem ráðherrann og fylgdarlið fá innsýn í íslenskan sjávarútveg, kynna sér starfsemi tæknifyrirtækja á þessum vettvangi og heimsækja Hafrannsóknastofnunina, Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Landhelgisgæsluna. Numberi flutti erindi um indónesískan sjávarútveg á opnum fundi á Grand Hóteli í morgun þar sem möguleikar erlendra aðila til að fjárfesta í greininni í Indónesíu voru kynntir.

Freddy Numberi og Einar K. Guðfinnsson Á myndinni eru ráðherrarnir Freddy Numberi og Einar K. Guðfinnsson, Retno L.P. Marsudi sendiherra Indónesíu gagnvart Íslandi, Sveinn Andri Sveinsson ræðismaður Indónesíu á Íslandi og Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Fleiri myndir

 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu

11. apríl 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta