Viðskiptaþróunarsjóður
Utanríkisráðherra hefur stofnað Viðskiptaþróunarsjóð þar sem fyrirtækjum sem hyggja á útrás í þróunarríkjum gefst kostur á að sækja um styrk til hagkvæmnisúttekta, forkannana, tilraunaverkefna, starfsþjálfunar o.fl. Markmið sjóðsins er að styðja við sjálfbæra efnahagsþróun með því að hvetja til fjárfestinga og viðskiptasamstarfs á milli íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í þróunarríkjum.
Nánari upplýsingar um úthlutun styrkjanna og þau skilyrði sem sett eru, er að finna á vef ráðuneytisins ,ásamt stöðluðu umsóknareyðublaði.
Umsóknir berist utanríkiráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykajvík, fyrir 15. maí nk.