Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um nýja sjónvarpstilskipun ESB

Menntamálaráðuneyti efnir til málþings um nýja tilskipun ESB um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Menntamálaráðuneyti efnir til málþings um nýja tilskipun ESB um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu. Íslensk stjórnvöld þurfa að innleiða tilskipunina fyrir lok árs 2009. Á málþinginu verður fjallað um helstu þætti tilskipunarinnar, fyrirsjáanlegar breytingar á lögum auk þess sem hagsmunaaðilar munu ræða málin í pallborði.

Málþingið verður haldið í Þjóðminjasafninu kl. 13.00 þann 10. apríl n.k. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Skjöl tengd málþinginu má finna neðst á þessari síðu.

DAGSKRÁ:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

13.00 Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flytur opnunarávarp.

Oliver Schenk frá framkvæmdastjórn ESB

13.15 Oliver Schenk frá framkvæmdastjórn ESB fjallar um tilskipun 2007/65/EBE og svarar spurningum.

Karl Axelsson, hrl. og dósent við lagadeild Háskóla Íslands

14.15 Karl Axelsson, hrl. og dósent við lagadeild Háskóla Íslands fjallar um fjölmiðlalöggjöf hér á landi.

14.30 Kaffihlé.

Elfa Ýr Gylfadóttir

14.50 Elfa Ýr Gylfadóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti fjallar um ákvæði er varðar auglýsingar í tilskipuninni og kynnir niðurstöður kannana á auglýsingum og viðhorfum til breytinga á auglýsingalöggjöf í íslensku sjónvarpi.

Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna

15.30 Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, fjallar um verkefni, sem unnið hefur verið að, um að takmarka markaðssókn gagnvart börnum.

15.45 Pallborðsumræður. Fjallað er um nýja tilskipun ESB undir stjórn Benedikts Bogasonar, formanns útvarpsréttarnefndar.
Í pallborði verða Ari Edwald, forstjóri 365, Páll Magnússon, útvarpsstjóri, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, Elfa Ýr Gylfadóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti og Elva Björk Sverrisdóttir, stjórnarmaður í Blaðamannafélagi Íslands og blaðamaður á Morgunblaðinu.

 

 

Nánar um fjölmiðlamál á vef menntamálaráðuneytis

 




 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta