Auglýsing um styrk til framhaldsskólanema til námsdvalar í Japan 2008-2009
Stjórnvöld í Japan bjóða íslenskum framhaldsskólanemum á 1. og 2. ári (16-17 ára), að sækja um styrk til námsdvalar í Japan frá seinni hluta ágúst 2008 til fyrri hluta janúar 2009.
Markmiðið er að gefa íslenskum ungmennum kost á því að kynnast japanskri tungu, menningu og lífsháttum. Umsækjendur þurfa að hafa góða enskukunnáttu, en hafa skal þó í huga að nemendur koma til með að sitja í tímum á japönsku ásamt japönskum nemendum.
Styrkurinn hljóðar upp á greiðslu ferðakostnaðar, skólagjalda, húsnæðis og fæðis.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í sendiráði Japans á Íslandi, Laugavegi 182, 6. hæð, eða á heimasíðu sendiráðsins: http://www.no.emb-japan.go.jp Einnig er hægt að fá umsóknareyðublað sent með tölvupósti sé þess óskað ef hringt er í síma: 510 8600.
Frestur til að sækja um skólavist er til 15. apríl 2008 og skal umsókn skilað til sendiráðs Japans á Íslandi sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar í síma: 510 8600 eða á netfangi [email protected]
Viðtöl við væntanlega styrkþega fara fram (á ensku) í sendiráðinu þann 22. apríl 2008.