Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2008 Innviðaráðuneytið

Ráðherra í opinberri heimsókn til Brussel

Kristján L Möller og Jacques Barrot framkvæmdastjóri samgöngumála ESB á fundi í Brussel14.apríl 2008Kristján Möller samgönguráðherra fundaði í gær með Jacques Barrot, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og framkvæmdastjóra samgöngumála, en opinber heimsókn samgönguráðherra til Brussel stendur nú yfir. Kristján og Barrot ræddu meðal annars loftferðasamninga, flugverndarmál og aksturs- og hvíldartíma vörubílstjóra.

Þá fjölluðu þeir einnig um losunarheimildir flugfélaga en til stendur að takmarka þær og hefja sölu á losunarkvóta. Barrot lýsti jafnframt yfir rætt hefði verið um það innan framkvæmdastjórnar ESB að Ísland sækti um aðild að ESB og sagði hann afstöðu til þess mjög jákvæða.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta