Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðstefna um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot

Hinn grunaði er útlendingur er heitið á ráðstefnu sem haldin verður í Salnum í Kópavogi 18. apríl 2007 kl. 13.00–17.45. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru umfjöllun fjölmiðla um málefni innflytjenda og afbrot. Á ráðstefnunni verður meðal annars kynnt nýútkomin skýrsla um umfjöllun fjölmiðla hérlendis á málefnum innflytjenda.

Ráðstefnan er unnin í samstarfi félags- og tryggingamálaráðuneytis, Fjölmenningarseturs, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Alþjóðahússins, Kópavogsbæjar og Blaðamannafélags Íslands.

Ráðstefnan er opin öllum en skráning fer fram hjá Alþjóðahúsinu á netfangið [email protected]

Aðgangseyrir er 1.000 krónur.

Dagskrá

Hinn grunaði er útlendingur!

- umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot

 

13.00  Setning – Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss

13.05  Ávarp – Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra

13.10  Eru afbrot útlendinga öðruvísi en Íslendinga? – Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlanadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

13.30  Afbrot, staðalmyndir og innflytjendur – Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

13.50  Sjónarhorn blaðamannsins – Rúnar Pálmason, blaðamaður hjá Morgunblaðinu

14.10  The media– a tool or an obstacle for integration? (Fjölmiðlar – hjálp eða hindrun í aðlögun innflytjenda?) – Arash Mokhtari, verkefnisstjóri hjá Quick response í Svíþjóð

15.00  Innflytjendur og erlent vinnuafl í fjölmiðlum 2007– Magnús Heimisson, forstöðumaður Fjölmiðlagreininga

15.20  Kaffihlé

15.35  Málstofur

Málstofa I – Umræðan á götunni/bloggið

Árni Matthíasson, verkstjóri mbl.is – Bloggið: Ábyrgðarlaust hjal?

Joanna Dominiczak, kennari og stjórnarmaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna – Útlendingar í fjölmiðlum

Málstofustjóri: Þór Jónsson, forstöðumaður almannatengsla í Kópavogi

Málstofa II – Formleg upplýsingagjöf

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – Hvað má lögreglan segja?

Áslaug Skúladóttir, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður á Útvarpinu – Skiptir þjóðerni fólks máli í fréttum af afbrotum?

Málstofustjóri: Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands

16.15  Kaffihlé

16.25  Samantekt frá málstofum

16.45  Pallborðsumræður

Dane Magnússon, formaður Félags Anti-rasista

Þorbjörn Broddason, prófessor við Háskóla Íslands

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu

Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins

17.15  Ráðstefnuslit – Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs

17.20  Léttar veitingar

 

Fundarstjóri er Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta