Stefnumót um vistvænar byggingar
Á sjöunda Stefnumóti Umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða verður fjallað um vistvænar byggingar. Stefnumótið fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins, föstudaginn 18. apríl og stendur frá klukkan 12:00 til 13:00.
Björn Marteinsson, dósent við Háskóla Íslands og verkfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og Stefán Freyr Einarsson, umhverfisráðgjafi hjá Alta, flytja erindi. Björn fjallar um þær kröfur sem vistvænar byggingar gera á íslenskum markaði og Stefán fjallar um tækifæri og hindranir sem fylgja vistvænum byggingariðnaði.
Stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun eru opnir fundir um ýmis umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.