Embætti forstjóra Varnarmálastofnunar er laust til umsóknar
Utanríkisráðherra skipar forstjóra Varnarmálastofnunar til fimm ára í senn. Skipað verður í embættið frá og með 1. júní 2008. Um laun og önnur starfskjör fer skv. ákvörðun kjararáðs. Varnarmálastofnun fer með verkefni á sviði varnarmála í samræmi við ákvæði 7. gr. varnarmálalaga sem samþykkt voru á Alþingi 16. apríl 2008. Stofnunin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Forstjóri Varnarmálastofnunar skal hafa lokið háskólaprófi og hafa þekkingu á verksviði stofnunarinnar. Við val á forstjóra verður litið til reynslu af mannaforráðum, stjórnun og rekstri, leiðtogahæfileika, hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku a.m.k., hæfni til upplýsingamiðlunar, samskiptahæfni, frumkvæðis og metnaðar.
Nánari upplýsingar veita Einar Gunnarsson, starfsmannastjóri utanríkisráðuneytisins, og Helga Jónsdóttir ([email protected]) hjá Capacent Ráðningum. Umsækjendur eru beðnir um sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknarfrestur er til og með 2. maí nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um.