Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2008 Forsætisráðuneytið

Fundur forsætisráðherra Íslands og Kanada

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Stephen Harper forsætisráðherra Kanada
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Stephen Harper forsætisráðherra Kanada

Ísland og Kanada undirbúa gerð tvíhliða samkomulags um samstarf í öryggis- og varnarmálum. Þetta var eitt þeirra viðfangsefna sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, fjölluðu um á fundi í Ottawa í dag. Gert er ráð fyrir að samkomulagið verði undirritað á næstu mánuðum en efnislega verður það svipað og samkomulagið við Noreg og sameiginlega yfirlýsingin með Danmörku frá því í fyrra. Þetta er liður í áframhaldandi viðleitni íslenskra stjórnvalda til að efla öryggismálasamstarf á friðartímum við grannríki innan Atlantshafsbandalagsins.

Að auki ræddu forsætisráðherrarnir um framkvæmd fríverslunarsamnings EFTA við Kanada og loftferðasamnings Íslands og Kanada. Þá var fjallað um málefni norðurslóða, samstarf á sviði friðargæslu og menningartengsl þjóðanna.

Reykjavík 17. apríl 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta