Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íslenska erlendis - málþing

Málþing um íslenskukennslu erlendis, þýðingar, bókmenntakynningu og norræna málstefnu haldið í Þjóðarbókhlöðunni 18. apríl.

Málþing um íslenskukennslu erlendis, þýðingar, bókmenntakynningu og norræna málstefnu.

Þjóðarbókhlöðunni

föstudaginn 18. apríl, kl. 14–17

Íslensk málnefnd, Bókmenntasjóður og Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn bjóða til málþings um íslensku erlendis. Meðal þess sem rætt verður á þinginu er kennsla íslenskra barna erlendis og tvítyngi, íslenskukennsla við erlenda háskóla, þýðingar á íslenskum bókmenntum á önnur tungumál og bókmenntakynning, íslenskt mál og norræn málstefna.

Frummælendur verða:

  • Annette Lassen, dósent í dönsku við Háskóla Íslands,
  • Jón Gíslason, stundakennari í íslensku við Háskóla Íslands
  • Philip Roughton, þýðandi
  • Sjón, rithöfundur
  • Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri í Laugalækjarskóla.

Almennar umræður að loknum framsöguerindum.

Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, setur þingið. Fundarstjóri verður Njörður Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs.

Í Þjóðarbókhlöðunni stendur yfir sýningin Gunnar Gunnarsson og Danmörk. Sýningu þessari er ætlað að varpa ljósi á hið ótrúlega ævintýri sem líf Gunnars Gunnarssonar var. Í tilefni af málþinginu verða einnig sýndar í bókhlöðunni þýðingar á íslenskum bókmenntum.

Málþingið er öllum opið

Málþingið er hið níunda í röð ellefu málþinga sem Íslensk málnefnd stendur fyrir á vormisseri 2008 um ýmislegt er lýtur að íslenskri málstefnu en nefndin vinnur nú að tillögu að málstefnu fyrir menntamálaráðuneytið. Sjá nánar um Íslenska málnefnd á wwww.islenskan.is.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta