Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2008 Forsætisráðuneytið

Fyrirlestur forsætisráðherra í St. John's

Geir H. Haarde forsætisráðherra flutti fyrirlestur í Memorial-háskólanum í St. John's á Nýfundnalandi í Kanada þriðjudaginn 15. apríl sl. Fyrirlesturinn, sem kenndur er við John Kenneth Galbraith, er árlegur viðburður við háskólann.
Fyrirlesturinn bar yfirskriftina Small Country, Big Results: The Case of Iceland og fjallaði um það hvernig Íslendingum hefur tekist að breyta þjóðfélagi sínu frá fátækt til velmegunar á síðustu áratugum. Forsætisráðherra fór yfir atvinnu- og stjórnmálaþróun á 20. öld og gerði grein fyrir þeim miklu breytingum í frjálsræðisátt sem stjórnvöld stóðu fyrir á 10. áratugnum, svo sem einkavæðingu og skattalækkunum, og hvaða áhrif þær breytingar hafa haft.
Fyrirlesturinn var í beinni útsendingu á vef Memorial-háskóla. Í fyrirlestrasal voru á fjórða hundrað manns og nokkrir tugir áheyrenda í hliðarsal. Forsætisráðherra fékk margar áhugaverðar og fjölbreytilegar spurningar að fyrirlestrinum loknum. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar fyrirlesturinn var fluttur. Hægt er að horfa á fyrirlesturinn á vefslóð háskólans.

Forsætisráðherra flytur fyrirlestur í Memorial-háskólanum

Forsætisráðherra flytur fyrirlestur í Memorial-háskólanum

Forsætisráðherra flytur fyrirlestur í Memorial-háskólanum



 Reykjavík 18. apríl 2008

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta