Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Auglýsing um styrki til framhaldsnáms í Frakklandi

Sendiráðs Frakklands á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki fyrir skólaárið 2008-2009. Nemendur úr öllum námsgreinum geta sótt um styrki en þeir eru einkum ætlaðir masters- og doktorsnemum.
Franski fáninn
franski_faninn
Sendiráðs Frakklands á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki fyrir skólaárið 2008-2009. Nemendur úr öllum námsgreinum geta sótt um styrki en þeir eru einkum ætlaðir masters- og doktorsnemum.

Hver styrkur felur í sér greiðslu ferðakostnaðar, hluta framfærslukostnaðar og niðurfellingu skólagjalda í ríkisreknum háskólum. Einnig njóta styrkþegar ákveðinna hlunninda varðandi húsnæði, niðurgreiðslu heilbrigðisþjónustu sem og hjálp varðandi stjórnsýslu.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá menningar- og vísindadeild franska sendiráðsins, Túngötu 22, 101 Reykjavík, sími 575-9603.

Einnig er hægt að fá umsóknareyðublöð send með tölvupósti sé þess óskað með að hafa samband við Rósu Davíðsdóttur: [email protected].

Umsóknarfrestur er til 2. maí 2008.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta