Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Siðareglur vegna umfjöllunar um innflytjendur

Jóhanna Sigurðardóttir ávarpar ráðstefnu um innflytjendur og afbrot
Jóhanna Sigurðardóttir ávarpar ráðstefnu um innflytjendur og afbrot

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, ávarpaði föstudaginn 18. apríl 2008 ráðstefnuna: Hinn grunaði er útlendingur! - Umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot.

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, ávarpaði á föstudaginn, 18. apríl 2008, ráðstefnuna Hinn grunaði er útlendingur. Ráðstefnan er samstarfsverkefni félags- og tryggingamálaráðuneytis, Alþjóðahúss, Kópavogsbæjar, Blaðamannafélags Íslands, Fjölmenningarsetursins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Umræðuefni ráðstefnunnar var afbrot innflytjenda og umfjöllun fjölmiðla.

Í ávarpi sínu sagði ráðherra meðal annars:

Gestir á ráðstefnu um innflytjendur og afbrot„Fjölmiðlar eiga að endurspegla samfélagið á hverjum tíma. Áhrif þeirra og völd eru mikil og þeim ber að fara vel með þetta vald. Ábyrg umfjöllun um málefni innflytjenda og aðgangur þeirra sjálfra að fjölmiðlum getur ráðið miklu um hvernig til tekst. Við höfum séð dæmi um vandaða og ábyrga umfjöllun í fjölmiðlum og því ber að fagna. Fjölmiðlar sem vilja axla ábyrgð mega ekki kynda undir alhæfingar. Ég hvet alla fjölmiðla sem ekki hafa þegar gert það að setja sér sérstakar siðareglur um efnistök þegar fjallað er um málefni innflytjenda. Það er í samræmi við áherslur í framkvæmdaáætlun í innflytjendamálum sem Alþingi hefur nú til meðferðar.

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp ráðherra á ráðstefnunni um fjölmiðla, innflytjendur og afbrot



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta