Auglýsing um styrki til að semja próf í lestrarfærni fyrir grunnskólanemendur
Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til að semja lestrarpróf fyrir grunnskólanemendur. Styrkja á gerð prófa sem miða að því að mæla lesskilning, lestrarhraða og/eða getu til að nýta lestrarfærni hjá nemendum í 1. - 10. bekk.
Í umsóknum skal gefa ítarlegar upplýsingar um markmið með prófinu, áætluð verklok, fyrirhugaða útgáfu og dreifingu. Einnig þarf að fylgja umsókn sundurliðuð kostnaðaráætlun þar sem m.a. koma fram upplýsingar um aðra styrki eftir því sem við á.
Umsóknarfrestur er til 13. júní 2008.
Nánari upplýsingar veitir Erna Árnadóttir í síma 545-9500 eða í tölvupósti á [email protected]