Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 10. bekk vorið 2009

Til grunnskóla og skólanefnda

Í frumvarpi til laga um grunnskóla sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir allmiklum breytingum á fyrirkomulagi samræmds námsmats í grunnskólum (sjá nymenntastefna.is).

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að nemendur í 10. bekk þreyti, eftir gildistöku nýrra laga, samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði að hausti.

Ef frumvarpið verður samþykkt á þessu þingi er áætlað að fyrirkomulag samræmdra prófa á árinu 2009 verði eftirfarandi: Samræmd könnunarpróf í 10. bekk verði haldin í íslensku, stærðfræði og ensku vorið 2009. Haustið 2009 verði síðan í fyrsta sinn haldin samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku fyrir nemendur 10. bekkjar.

Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla vorið 2009 verða sem hér segir:

  • Íslenska fimmtudagur 7. maí   kl. 9.00-12.00
  • Enska   föstudagur 8. maí   kl. 9.00-12.00
  • Stærðfræði  mánudagur 11. maí   kl. 9.00-12.00
      

Ákvörðun um prófdaga samræmdra prófa í 10. bekk vorið 2009 er tekin í samráði við Námsmatsstofnun  sem sér um framkvæmd prófanna og miðast við að grunnskólafrumvarpið verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Námsmatsstofnun sendir síðar nánari leiðbeiningar um framkvæmd prófanna.
Til skólastjóra og skólanefnda grunnskóla



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta