Frá ráðstefnu um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, ávarpaði ráðstefnuna um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot í upphafi, en að ráðstefnunni stóðu félags- og tryggingamálaráðuneytið, Blaðamannafélag Íslands, Alþjóðahús, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Kópavogsbær og Fjölmenningarsetur.
Birtar voru niðurstöður Fjölmiðlavaktarinnar um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur á árinu 2007, greint frá úttekt á afbrotum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fjallað var um afbrot, staðalmyndir og innflytjendur og blaðamaður greindi frá sínu sjónarhorni. Þá flutti Arash Mokhtari, verkefnisstjóri hjá Quick Response í Svíþjóð (QR), erindi um umfjöllun fjölmiðla og staðalmyndir og greindi frá vinnu QR.
Í framhaldi voru tvær fjörlegar málstofur, í annarri var fjallað um umræðuna á götunni/bloggið og í hinni var fjallað um formlega upplýsingagjöf um afbrot.
Glærur frá fyrirlestri Magnúsar Heimissonar (PDF, 469KB)
Glærur frá fyrirlestri Rannveigar Þórisdóttur (PDF, 525KB)
Glærur frá fyrirlestri Rúnars Pálmasonar (PDF, 152KB)