Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Viðurkenning háskóla á Íslandi

Í dag var haldin athöfn í Þjóðmenningarhúsi þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði niðurstöður viðurkenningarferilsins opinberar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Í dag var haldin athöfn í Þjóðmenningarhúsi þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði niðurstöður viðurkenningarferilsins opinberar.

Umsóknum háskóla um viðurkenningu var skipt í tvennt. Þann 3. mars 2007 var sótt um á fjórum fræðasviðum: hugvísindum, listum, náttúruvísindum og verk- og tæknivísindum. Í september 2008 bárust ráðuneytinu umsóknir á sviðum auðlinda- og búvísinda, heilbrigðisvísinda og félagsvísinda.

  • Háskóli Íslands sótti um viðurkenningu á öllum framangreindum fræðasviðum að undanskildum auðlinda- og búvísindum.
  • Háskólinn í Reykjavík, sótti um á tveimur fræðasviðum: verk- og tæknivísindum og félagsvísindum.
  • Háskólinn á Akureyri sótti um á viðurkenningu á sviðum félagsvísinda, heilbrigðisvísinda og auðlinda- og búvísinda.
  • Landbúnaðarháskóli Íslands sótti um á sviðum náttúruvísinda og auðlinda- og búvísinda.
  • Kennaraháskóli Íslands sótti um á sviðum félagsvísinda, sem kennaramenntunin fellur undir,
  • Háskólinn á Bifröst á sviðum félagsvísinda,
  • Háskólinn á Hólum á sviðum auðlinda- og búvísinda
  • Listaháskóli Íslands sótti um á sviði lista.


Viðurkenning felur í sér að menntamálaráðuneyti vottar að viðkomandi háskóli uppfylli þær lágmarkskröfur sem ráðuneytið gerir til hans á grundvelli laga um háskóla.

Við skipulag verkefnisins var tekið mið af alþjóðlegum viðmiðum um mat og úttektir. Til að tryggja hlutleysi menntamálaráðuneytis í ferlinu öllu voru óháðir, erlendir sérfræðingar skipaðir í úttektarnefndirnar og Rannsóknarmiðstöð Íslands falin öll umsýsla verkefnisins.

Við val á fulltrúum í sérfræðinefndirnar var leitað eftir ráðgjöf hjá fremstu matsstofnunum í Evrópu og Norður-Ameríku. Gerðar voru miklar hæfniskröfur og reynt eftir megni að fá til verksins hæfustu sérfræðinga sem völ er á. Meðal þeirra sem áttu sæti í nefndunum má nefna Christian Thune, fyrrum forseta samtaka evrópska matsstofnana, ENQA, en hann stýrði m.a. því verkefni að gefa út sameiginlega staðla fyrir gæðaeftirlit innan evrópska háskólasvæðisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta